HOA Ráðgjöf

Hjörtur Örn Arnarson - Löggiltur merkjalýsandi

Ég er landfræðingur og löggiltur merkjalýsandi með yfir 20 ára starfsreynslu í landmælingum, kortagerð, GIS, jarðtæknirannsóknum og verklegum framkvæmdum. Ég hef mikla reynslu í þrívíddarskönnun og gagnaöflun með drónum. Ég tek m.a. að mér verkeftirlit og tilboðsgerð, stýri verkefnum og hef töluverða reynslu af vinnu verkefna erlendis, s.s. í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Grænlandi, Mósambik og Ghana.

Þjónusta

  • Merkjalýsing

    Merkjalýsingar

    Mælingar og hnitsetning eignamarka.

    Löggilltur merkjalýsandi.

    Verndar eignarrétt þinn

    Minnkar líkur á ágreiningsmálum um eignamörk

    Liðkar fyrir um örugga ráðstöfun eigna

    Yfir 20 ára reynsla af mælingum, kortagerð og vinnu fyrir sveitarfélög.

  • Mælingar

    Mælingar og magntaka með drónum

    Víðtæk reynsla af mælingum og loftmyndatöku með mismunandi drónum. 

    Loftmyndir

    Magntaka

    Eftirlit

    Ástandsskoðanir mannvirkja

    Réttindi til að fljúga í atvinnuskyni

  • Mælingar

    Landmælingar

    Mikil og löng reynsla af öllum tegundum landmælinga:

    Innmælingar

    Útsetningar

    Fínhallamælingar

    Upsetning fastmerkjakerfa

    Reynsla af mælingum víða um heim s.s. Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Grænlandi, Ghana og Mósambik

  • Green Building icon

    Landfræðileg upplýsingakerfi og stafræn framsetning

    Yfirgripsmikil þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum (GIS) 

    Stafræn framsetning korta

    Niðurstöður og kynningar á stafrænu formi

    Gagnvirkt kort sem býður upp á möguleika á að margir geti teiknað inn og komið með athugasemdir

Stafræn framsetning fyrir viðskiptavini með ArcGIS


ArcGIS er leiðandi tækni á sviði landfræðilegra upplýsingakerfa (GIS). Hún er þróuð af Esri og tengir og sameinar gögn og landfræðilega staðsetningu.

ArcGIS Online er skýjalausn fyrir kortagerð og greiningu. Hún er notuð til að búa til kort, greina gögn og deila þeim og vinna saman með öðrum. Hægt er að fá aðgang að sérhæfðum vinnsluforritum, kortum og margs konar gögnum, auk verkfæra sem gerir t.d. landeigendum kleift að vinna á vettvangi, merkja inn örnefni, teikna línur, bæta við ljósmyndum og margt fleira.

Einnig er möguleiki á að vinna þrívíð kort eins og kortið hér til hægri. Þetta er hentugt við forskoðanir á vegum, háspennulínum, afmarkanir lóða og jarða í giljum, fjallstoppum, stefnum og sjónhendingum. Smellið á örvarnar eða prófið að þysja, snúa eða velta.
Sjá einnig: Gönguleiðir í Mosfellsbæ

Mælingar og magntaka við Skaftá

Verksvið

•Landmælingar

•Landfræðileg upplýsingakerfi, almenn kortagerð, greiningar og stafræn skil og framsetning gagna

•Merkjalýsingar, leyfi til að gera merkjalýsingar um allt land

•Aðstoð við sveitarfélög og stofnanir (lóðagrunnar, útboðsgögn o.fl.)

•Mælingar, magntökur og ástandsskoðanir með drónum

•Eftirlit með verklegum framkvæmdum

•Ráðgjöf og vinna við skipulög

Hjörtur Örn Arnarson

  • Ég er landfræðingur og löggiltur merkjalýsandi með yfir 20 ára starfsreynslu í landmælingum, kortagerð, GIS, jarðtæknirannsóknum og verklegum framkvæmdum. Ég hef mikla reynslu í þrívíddarskönnun og gagnaöflun með mismunandi drónum. Ég tek þátt í tilboðsgerð, verkeftirliti, stýri verkefnum og hef mikla reynslu af vinnu verkefna erlendis ss. Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Grænlandi, Mósambik og Ghana.


    Reynsla:

    Vinna fyrir mismunandi sveitarfélög og stofnanir: Uppsetning gagnagrunna, kortagerð, GIS, útboðsgögn og stafræn framsetning skipulagsgagna.

    Landmælingar:

    20 ára reynsla í mælingum víða um heim m.a. vegna hönnunar og magntöku. Margskonar útsetningar, m.a. húsaútsetningar og mælingar fyrir sveitarfélög. Reynsla af gerð mæli- og hæðarblaða.

    Reynsla af uppmælingu eignamarka. Hnitsetning jarða til þinglýsingar

    Drónamælingar:

    Loftmyndataka, ástandsskoðun mannvirkja, magntaka og gerð þrívíddarlíkana með drónum. 

    Hefðbundna ferilskrá á PDF formi má nálgast  hér.